28.03.1928
Efri deild: 59. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 531 í C-deild Alþingistíðinda. (1858)

81. mál, atvinnurekstrarlán

Frsm. minni hl. (Jón Þorláksson):

Það er aðeins örstutt athugasemd út af síðustu ummælum hv. 2. þm. S.-M. Mjer finst, að hv. þm. hafi ekki til fulls skilið þá kosti, sem reikningslánstilhögunin hefir í för með sjer, og geri ráð fyrir, að það þurfi einhversstaðar að liggja miklar birgðir fjár í skúffum, ónotaðar, og að einhverjir verði þá að greiða vexti af þeim. Þetta er misskilningur. Þar sem svona viðskifti eru tekin upp, fara slíkar greiðslur mest fram með tjekkum eða ávísunum, og það útheimtir ekki, að neitt fje liggi rentulaust, eins og mundi eiga sjer stað, ef um peningasendingu væri að ræða, því að það tekur ávalt dálítinn tíma að senda fje af einum stað á annan. Sumstaðar er það venja, að láta greiða vexti á meðan ávísanir eru á leiðinni milli peningastofnana, annarsstaðar ekki. En þó að jafnvel væri gert ráð fyrir því, að meðallánstími lengdist um ½ mánuð á ári af þessum sökum, þá munar það ekki miklu á þeim raunverulegu vöxtum, sem mundu verða um 3%.

Hv. þm. telur þessu máli betur borgið hjá stjórninni en hjá þinginu. Vill hann láta það fara til stjórnarinnar nú þegar. Á þetta get jeg ekki fallist. Jeg vil láta það fara sína leið gegnum þingið, og vísa því til Nd. Það er sú rjetta aðferð, ef eitthvað á að sinna þessu á annað borð. Nd. getur svo vísað því til stjórnarinnar, ef henni sýnist svo.