03.04.1928
Efri deild: 64. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 550 í C-deild Alþingistíðinda. (1871)

81. mál, atvinnurekstrarlán

Frsm. 1. minni hl. (Jón Þorláksson):

Jeg held, að jeg hafi verið búinn að svara öllu, sem hv. 5. landsk. sagði í síðustu ræðu sinni, nema því, að lánskjörin færu eftir því, hvernig staðið væri í skilum. Þetta er rjett, og jeg sje ekkert við það að athuga, því að frv. gerir ráð fyrir, að lánshafi skuldbindi sig til þess að borga lán sitt upp einu sinni á ári, og á það því ekki að þurfa að koma fyrir, að framlengja þurfi rekstrarlánið. En komi það til, að þess þurfi, þá á sú vaxtaíþynging, sem af því verður, ekki að lenda á Landsbankanum; þá á hún að færast yfir á lántakendurna gegnum sparisjóðina og útibúin, því að svo er til ætlast, að þeir í hvert sinn búi við tilsvarandi vaxtakjör á sínum lánum og Landsbankinn verður að búa við á því fje, sem hann notar í þessu skyni. Það er því sparisjóðanna og útibúanna að ganga eftir skilum, svo lán þessi geti orðið hrein rekstrarlán, því að á því er öll tilhögun frv. bygð.