27.02.1928
Efri deild: 33. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 605 í C-deild Alþingistíðinda. (1932)

130. mál, Þingvallaprestakall

Flm. (Erlingur Friðjónsson):

Ákvæði þessa frv. fara fram á, að prestakallið á Þingvöllum verði lagt niður. Tilgangurinn er sá, að rýma til eftir föngum fyrir 1930. Presturinn á Þingvöllum hefir ekki kröfu til eftirlauna eða biðlauna, en í frv. er farið fram á, að hann fái 2000 krónur í 5 næstu ár, til þess að gera það mýkra fyrir hann að leggja niður embætti, sem virðist nauðsynlegt, svo að ríkið fái full yfirráð yfir Þingvöllum og svæðunum í kring 1930. Þetta frv. er flutt fyrir tilmæli hv. stjórnar, og geri jeg ráð um, að hún geri frekari grein fyrir því, ef þörf verður.

Þar sem þetta heyrir undir fjhn., mælist jeg til, að frv. verði vísað til hennar að umræðum loknum.