23.03.1928
Efri deild: 55. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 634 í C-deild Alþingistíðinda. (1946)

130. mál, Þingvallaprestakall

Frsm. meiri hl. (Jón Baldvinsson):

Af því að hv. 2. landsk. hefir nú ekki tækifæri til þess að svara, þá ætla jeg aðeins að leiðrjetta einn misskilning hjá hv. þm.Hv. þm. virtist álíta, að það yrði erfið kirkjusókn fyrir söfnuðinn í Þingvallasókn að fara yfir Mosfellsheiði til þess að hlýða á prest. Þetta er alveg öfugt; presturinn á að fara til safnaðarins, en ekki söfnuðurinn til prestsins. (IHB: Hvað stendur kirkjan á Þingvöllum lengi?). Þangað til hún fellur. — Þetta er því ímyndaður ótti hjá hv. 2. landsk., og vildi jeg leiðrjetta þennan misskilning, því það var það eina, sem talist gátu rök í ræðu hv. þm., ef rjett hefði verið.