20.01.1928
Efri deild: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í B-deild Alþingistíðinda. (21)

Kosning fastanefnda

Halldór Steinsson:

Aðeins örfá orð um þingsköp. Jeg vil leyfa mjer að benda hæstv. forseta á, að hjer er að gerast nákvæmlega hið sama, sem jeg var víttur fyrir sem forseti í fyrra af nokkrum deildarmönnum, nefnilega að leyfa að kjósa einn þm. í fleiri en tvær fastanefndir. Jeg þóttist þá færa að því full rök, að ekki yrði hjá því komist eins og á stóð. Er mjer gleðiefni, að hæstv. forseti (GÓ) og allur hans flokkur fellur nú frá villu síns vegar og tekur upp þá hárrjettu stefnu, sem jeg hjelt fram í fyrra.