13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 109 í D-deild Alþingistíðinda. (2123)

150. mál, rán erlendra fiskimann í varplöndum og selverum

Jón Auðunn Jónsson*):

Jeg vil leyfa mjer að spyrja hv. flm. (ÞorlJ), hvort ekkert hafi verið gert af hálfu stjórnarvaldanna íslensku til þess að hafa hendur í hári þessara ránsmanna. Jeg hygg að ekki geti hjá því farið, að einhveriir þeirra muni vera hjer á fiskiflota Færeyinga, sem liggur hjer inni næstum daglega. Jeg hefi trú á, að fyrir þennan ránskap tæki, ef næðist í einhverja sökudólgana og þeim væri refsað. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem erlendir fiskimenn ræna eggver og selalátur. En jeg vildi taka það fram, að ef ekkert hefir verið gert til þess að hafa upp á þessum mönnum, með því að láta lögregluna rannsaka þau 40–50 fiskiskip færeysk sem veiðar stunda hjer við land og leita iðulega hafnar hjer í Reykjavík, þá tel j eg litla ástæðu til þess að greiða atkvæði með till. og samþykkja hana. Með skriffinsku er ekki hægt að hefta ránskap. Ef við förum til dönsku stjórnarinnar til þess að fá bætur, sje jeg ekki, að það sje ámælislaust fyrir Færeyinga að þurfa að fá dönsku þjóðina til þess að bæta tjón af ránskap af þeirra völdum.

(* Ræðuhandr. óyfirlesið.)