13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 109 í D-deild Alþingistíðinda. (2124)

150. mál, rán erlendra fiskimann í varplöndum og selverum

Flm. (Þorleifur Jónsson)*):

Mjer er ekki kunnugt um, hvað stjórnin hefir gert í þessu efni. Jeg átti tal við skrifstofustjórann í dómsmálaráðuneytinu og heyrði á honum, að hann vildi leggja kapp á, að eitthvað væri gert til þess að hafa hendur í hári sökudólganna. En þótt svo færi, að sömu skipin kæmu hingað, þá er valt að treysta því, að þau hafi sömu skipshöfn og í fyrra. Það mundi valda mikilli rekistefnu, ef þessir menn væru nú dreifðir á margar skipshafnir, sem sagt get jeg ekki gefið fullnaðarsvar við fyrirspurn hv. þm. N.-Ísf. (JAJ). Fn mjer finst málið svo vaxið, að það sje sjálfsagt að samþykkja till. Það getur ekki skaðað, þótt haft sje í bakhöndinni að leita til dönsku stjórnarinnar til þess að fá bætur, ef ekki tekst að hafa upp á þessum mönnum.

(* Ræðuhandr. óyfirlesið.)