13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í D-deild Alþingistíðinda. (2132)

149. mál, ránskapur erlendra fiskimanna hér við land

Flm. (Magnús Torfason):

Jeg þarf ekki að segja margt um þessar till. og get látið nægja að vísa til þess, er hv. flm. fyrri till. um svipað efni (á þskj. 597) (ÞorlJ) sagði fyrir stundu. Jeg skal aðeins skýra frá því, að þessi till. mín er fram komin vegna þess, að landseti ríkisins á Vogshúsum hefir kvartað undan því, að Færeyingar hafi legið bar í lögnum og skotið sel og fugl, yfirleitt drepið alt, sem kvikt væri. Þar er engin ferja á floti, svo að til ágangsmanna hefir ekki náðst, og því er ekki hægt að kæra þá beint.

Að því er tjónið snertir, þá er frá því að segja, að bóndinn á Vogshúsum fekk áður fyr 70–80 kópa á vori, en veiðin hefir farið smáþverrandi, og á síðasta ári fekk hann eina 8 kópa; en Færeyingum kennir hann um það, hve þessi hlunnindi hafa rýrnað ár frá ári.

Því hefi jeg með þessari till. farið fram á það, að stjórnin sjái um, að varðskipin hafi nánari gætur á þessu athæf? Það er náttúrlega gott út af fyrir sig en þó get jeg ekki búist við því, að þau geri sjerstakar ferðir í þeim erindum einum, eins og jeg hefi ástæðu til að halda, að sumir búist við.

Jeg verð að taka undir það, sem hv. þm. A.-Sk. (ÞorlJ) og hv. þm. N.-Ísf. (JAJ) hafa sagt, að það er ekki í fyrsta sinn, sem erlendir fiskimenn hafa farið ránshöndum um hlunnindi landsmanna. Jeg man eftir því, er jeg var í skóla, að þá var ekki nóg með að þeir færu í hlunnindi einstakra manna og ljetu greipar sópa, heldur kom það fyrir, að þeir hjuggu strandhögg í landi. Veit jeg til þess, að mörg kindin hefir horfið af þeirra völdum. Og það verð jeg að segja, að mjer finst ekki minna mega vera, þegar erlendar þjóðir nota íslensk fiskimið, en að eignir landsmanna sjeu látnar í friði. Slíkar tiltekjur eru fremur þurrar þakkir fyrir það levfi, sem þeim er veitt til veiða hjer í landhelgi. Og ef því á fram að fara, að þeir eyði hlunnindum og gæðum landsins á þennan hátt, þá þykja mjer það vera kaldar kveðjur. Þykir mjer því rjett, að það komi fram á Alþingi Íslendinga, að við sjeum ekki þeir ræflar að láta slíkt óátalið. Hitt er að vísu leiðinlegt, að þurfa að eiga í útistöðum við þessa litlu nágrannaþjóð okkar. Hefði jeg helst kosið, að slíkt hefði ekki þurft að verða. En fyrst það er nú einu sinni fram komið, þá er hið minsta, sem hægt er að gera, að viðkomandi yfirvöld fái að vita það og heyra, að því sje ekki tekið þegjandi. Hygg jeg og, að helsta vörn gegn þessu framvegis sje, að allur almenningur fái að vita, hvernig landsmenn þeirra haga sjer hjer við strendur landsins. Gæti þá farið svo, að þetta kæmi ekki fyrir framvegis, öllum til leiðinda. Svo eiga varðskipin að vera á verði um betta, svo sem unt er. Þá er og sjálfsagt að utanríkismálaráðuneytið láti betta mál til sín taka. En hinu er jeg ekki meðmæltur, að skjóta þessu máli til lögjafnaðarnefndar, oa tel ekki, að hún sje rjettur aðili í þessu máli. Er því ekkert hrifinn af að skjóta því þangað. Læt jeg svo þetta nægja. Vona jeg, að hv. þdm. taki till. vel. Vogshús urðu frá 12. maí s. 1. eign Strandarkirkju. Það er gömul trú og enda staðreynd sem ekki verður á móti mælt að þeim sem eitthvað gera á hlut kirkjunnar farnast ekki vel. Till. er því meðfram fram borin vegna frænda vorra Færeyinga, svo þeir bíði ekki tjón af því að ræna kirkjuna eign sinni í framtíðinni.