16.04.1928
Neðri deild: 73. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 126 í D-deild Alþingistíðinda. (2162)

147. mál, berklavarnalög

Flm. (Jörundur Brynjólfsson*):

Mjer heyrist á hv. þm. V.-Húnv. (HJ), að hann hafi ekki kynt sjer til hlítar það atriði, sem hann talar um. Mestur hluti af gjöldunum vegna berklavarnalaganna fer nefnilega til lækna. Í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur eru árleg gjöld um 50 þús. kr., og af því hafa læknarnir tekið um 38 þús. (HJ: Þetta þarf að lagfæra). Ástandið er ekki mikið betra hjer. styrkurinn, sem greiddur er til sjúklinganna sjálfra, er ekki nema liðlega 10 þús. kr. Mikill hluti af hinu fer til lækna.

(* Ræðuhndr. óyfirlesið.)