16.04.1928
Neðri deild: 73. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 137 í D-deild Alþingistíðinda. (2172)

137. mál, veðurspár

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Eins og hv. 1. flm. (JJós) gat um, höfðu borist plögg til stjórnarráðsins um áramót, sem sýndu, að ósamkomulag átti sjer stað meðal starfsmanna veðurstofunnar. Kvartanir yfir óáreiðanleika skeytanna bárust í þingbyrjun, en till. þessi kom snemma fram, og vildi jeg ekki gera neitt í málinu fyr en hún hefði fengið afgreiðslu. Annars má segja, að þetta mál komi mest við sjútvn. þessarar deildar, þar sem hún rjeð til veðurstofunnar þá starfskrafta, sem nú eru þar. En hvort sem þáltill. þessi verður samþ. eða ekki, mun stjórnin að afloknu þingi láta taka málið til rannsóknar, eins og till. fer fram á.