16.04.1928
Neðri deild: 73. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í D-deild Alþingistíðinda. (2189)

146. mál, vátrygging sveitabæja

Jón Auðunn Jónsson*):

Mjer skilst, að hv. þm. Mýr. (BÁ) hugsi sjer beinar tryggingar, í stað óbeinna, eins og þær eru nú. Sveitirnar beri ekki áhættuna, en sett verði á stofn fyrirtæki, er taki beinar tryggingar. — „Samábyrgðin“ er nú ekki lengur samábyrgð; henni var breytt 1921, og er hún nú endurtrygging fjelaga úti um land. En þau er líka viðurkent hjá „Samábyrgðinni“, að lægri iðgjöld þarf í Samtryggingar heldur en þegar um beinar tryggingar er að ræða. Jeg skal benda hv. þm. á „Bátafjelag Ísfirðinga“. Innan þess er samábyrgð. Eigendur bátanna fá þá trygða að 3/4 hlutum verðs. Þeir bera áhættuna að hálfu leyti, en að hálfu endurtryggja þeir hjá „Samábyrgð Íslands“. Með þessu fyrirkomulagi eru iðgjöldin 2% lægri en hjá „Samábyrgðinni“. Við borgum 5%, en Samábyrgðin tekur 7% eða 71/2%.

(* Ræðuhndr. óyfirlesið.)