16.04.1928
Neðri deild: 73. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í D-deild Alþingistíðinda. (2190)

146. mál, vátrygging sveitabæja

Flm. (Bjarni Ásgeírsson):

Jeg efast ekkert um það, að hægt er að fá vátryggingar með lægri iðgjöldum með því að bera hluta af áhættunni sjálfur. Það er ofur skiljanlegt. En jeg vil, að mönnum sje gefinn kostur á að velja á milli þess að fá fullkomna útborgun og lág iðgjöld. Og það er ekki farið fram á annað en rannsakað sje, hverju þetta munar í iðgjaldagreiðslu.