16.04.1928
Neðri deild: 76. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 148 í D-deild Alþingistíðinda. (2198)

155. mál, ellitryggingar

Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Þessi till. er ekki neitt nýmæli hjer á þingi. Það hafa hvað eftir annað verið samþ. áskoranir til stj. um að láta rannsaka og undirbúa tryggingar, en það hefir enn ekki borið annan árangur en þann, að samþ. hafa verið lög um almennar slysatryggingar.

Okkar fátækralög eru á þá leið, að það er að vísu haldið lífinu í þurfalingum, en þeir verða að þola minkun og mótlæti, og enginn greinarmunur er gerður á verðugum og óverðugum. Sveitarfjelögin verða líka fyrir miklu misrjetti. Líklega verður þó ekki horfið að því ráði að gera alt landið að einu framfærsluhjeraði, nema þá um leið verði gerður meiri munur en nú tíðkast á verðugum og óverðugum styrkþegum. Jeg geri frekar ráð fyrir, að hitt verði upp tekið, að koma á almennum tryggingum, svo sem sjúkratryggingum, ellitryggingum og örorkutryggingum o. fl., auk hinna almennu slysatrygginga. — Jeg hygg þá, að rjettast væri að byrja á ellitryggingum. Þá hygg jeg, að þegar þeim væri komið í gott horf, og þegar þannig væri búið að aðskilja þá, sem styrks eru maklegir, frá þeim, sem af sjálfskaparvítum hafa orðið samþegnum sínum til byrði, þá væri ekki svo hættulegt að gera alt landið að einu framfærsluhjeraði, því að þá mundi aðstaða hinna síðarnefndu ekki verða svo eftirsóknarverð.

Það mun nú kanske einhver segja, að ellitryggingar sjeu ekki eins nauðsynlegar hjer á landi eins og víða annarsstaðar, þar sem þær eru komnar á, en við hyggjum þó, að tímans fylling sje komin líka um okkar þjóðfjelag, að því er ellitryggingar snertir. Á meðan allflestir landsmenn stunduðu landbúnað, gat alt farið sæmilega með gamla laginu, að þau hjú, sem unnu húsbændum sínum um langt skeið æfi sinnar, dveldu það sem eftir var æfinnar á sömu heimilum; sá ellistyrkur var greiddur af húsbændunum í náttúrugæðum, en nú er ástand þjóðfjelagsins gerbreytt frá því sem var fyrir 50 árum, mannfjöldi mikill í þorpum og kaupstöðum, og það má nú yfirleitt fyrir öllu launaliði ekkert út af bera, svo að menn verði ekki þurfandi aðstoðar annara. Þetta er eitt af því, sem peningunum fylgir, og fylgir því, þegar peningarnir eru orðnir mælirinn í öllum viðskiftum manna, í staðinn fyrir náttúrugæðin, sem áður gengu manna á milli. Þá verður rjettlætiskrafan um, að þjóðfjelagið tryggi afkomu manna, enn strangari en áður. Þá kemur upp krafan um, að launamenn, hvort sem þeir eru í kaupstöðum eða sveit, verði trygðir. Og við menn- irnir erum nú þannig gerðir, að sjálfræðið eitt hrekkur ekki til, heldur þarf skyldutrygging að vera, og það almenn skyldutrygging, þar sem enginn er undan tekinn iðgjöldum, vegna þess að ellin kemur einhverntíma yfir alla, og allir geta átt það á hættu að verða einhverntíma öryrkjar af slysum eða sjúkleika.

Um iðgjöldin býst jeg við, að engar undantekningar verði hægt að gera. Aftur mætti í framkvæmdinni frekar gera undantekningar um lífeyrinn. Það má án efa gera undantekningar um hann fyrir þá, sem ekki eru styrks þurfandi, og með því auka möguleika þeirra, sem virkilega þörf hafa fyrir styrk. Jeg vil einmitt benda á, að iðgjöldin þurfa að vera almenn. Á þann hátt er tekinn í burtu sá sári broddur, sem fylgir sveitarstyrknum. Það eru iðgjöldin, sem mega teljast ráðstafanir fólksins fyrir hinni óvissu framtíð, og þegar styrkurinn kemur, þá verður hann sem ávöxtur af hinum árlega sparnaði manna um mörg ár. En þótt iðgjöldin hafi svo mikla þýðingu, þegar um almennar ellitryggingar er að ræða, hygg jeg samt, að ekki megi gera sjer vonir um, að hægt sje að ljetta af sveitum og bæjarfjelögum öllum þeim gjöldum, sem þau nú hafa til ellinnar. Jeg hygg, að það muni varla verða önnur leið fær í þessu efni heldur en að sveitarfjelögin leggi framvegis töluvert af því fje, sem farið hefir til gamalmenna, í ellitryggingarsjóð, til þess að hækka þann lífeyri, sem almenningur á sínum tíma á að fá. Þó ekki verði hægt að ljetta öllum ellistyrk af sveitarfjelögunum, er þetta þó mikil bót frá því sem nú er, því ef sveitarfjelögum er gert að skyldu að leggja í ellitryggingarsjóð, þá er fenginn fullur jöfnuður. Tekjur sjóðsins eru þá fyrst almenn iðgjöld, svo leggja sveitarfjelögin nokkuð til, og ef til vill kemur eitthvað beint úr ríkissjóði; þá er unnið tvent, sem jeg nefndi í upphafi ræðu minnar að gera þyrfti, að taka broddinn af þeim styrk, sem fólkið fengi, og svo að jafna svo niður, að engin sveit hefði þyngri byrði heldur en önnur.

Jeg veit það nú vel, að slíkar ellitryggingar, þó á fót verði komið, skapa enga jarðneska paradís á svipstundu fyrir gamalmenni. Lífeyririnn getur naumast byrjað fyr en á milli 65 og 70 ára aldurs, og hann mun varla geta orðið hærri en rjett til að halda mönnum frá hungri og neyð. En þótt hjer verði ekki um neina jarðneska paradís að ræða, getur þetta fyrirkomulag samt orðið til þess að varðveita sjálfsvirðingu fólksins og tilfinningu fyrir sínum eigin heiðri, og lífeyririnn getur líka valdið því, að gamalt fólk, sem um langan aldur hefir búið að sínu og haldið við eigin heimili, þurfi ekki að bregða búi, heldur geti haldið uppi heimili til æfiloka, í stað þess að vera í horninu hiá unga fólkinu, sem oft verður til erfiðleika, bæði fyrir unga fólkið og það gamla. Þótt lífeyririnn geti ekki orðið hár við skyldutrygginguna, þá mætti án efa hafa það lag, að hverjum þeim sem þess óskaði, væri heimilt að tryggja sig hærra, eins hátt og þeir frekast óska. Það má og vera, að nauðsvnlegt yrði, að sveitarfjelögum, þar sem verðlag er í hærra lagi: væri gert að skyldu að leggja fólki sjerstakan uppbótarlífeyri, því að þótt embættismenn ríkisins njóti ekki þess rjettlætis, að tekið sje tillit til verðlagsins, þá er það síst til fyrirmyndar, og síst að því leyti, að gamalt fólk fái ekki að njóta uppbótar fyrir það að dvelja á sjerstaklega dýrum stöðum.

Jeg vil svo loks minnast á það, a~s sú rannsókn, sem yrði framkvæmd um þetta atriði, yrði sjerstaklega að beina athygli sinni að því örðuga tímabili, sem liggur á milli þess, að tryggingin taki til starfa, og þess tíma, sem liggur töluvert langt framundan, að menn hafi geitt svo mikil iðgjöld, að lífeyririn?i nái samkvæmt þeim fullri hæð. Þetta millistig á milli þess, að ellitryggingin byrjar, og þar til hún er komin í horfið, þarf án efa að útfylla með einhverjum bráðabirgðaráðstöfunum, sem vafalaust munu kosta ríkissjóð töluvert.

Margir gangast fyrir ellitryggingunni vegna þess, að það mundi myndast svo stór sjóður af iðgjöldunum, og jeg hefi í Alþt. frá 1921 rekist á þau nmmæli, að það myndi skapast svo stór sjóður, að það nægði til að reka með allan okkar iðnað, sjávarútveg, til að íeggja j árnbraut o. fl.

Jeg er mí ekki hræddur við það, að fjársafnið komi til að gera okkur veruleg óþægindi, en hvað sem því líður, þá er aðalatriðið þetta, að gera almenningi kleift, með sem lægstum iðgjöldum, að gera sjer ellidagana sem bærilegasta. Jeg vil jafna þessu rjettlætismáli við barnafræðsluna. Það er eitthvað af hinum sama rietti einstaklinganna og eitthvað af hinum sömu skyldum þjóðfjelagsins í því hvorutveggja, að sjá börnunum fyrir sæmilegu j afnrj etti í uppvextinum, og öldungunum, sem hafa dyggilega lokið störfum, fyrir áhy ggjulítilli elli. Þetta tvent er náskylt, og má hvorugt vanrækja, og ef við fáum ellitryggingar í þessu landi, í viðbót við það, sem búið er að gera fyrir börnin, þá má telja, að gömlu reglunni um barnaútburð og hrundningar fyrir ætternisstapa sje alveg snúið við.