16.04.1928
Neðri deild: 76. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í D-deild Alþingistíðinda. (2199)

155. mál, ellitryggingar

Magnús Guðmundsson:

Jeg ætlaði aðeins að benda á það, að vegna þess, að tillaga um þetta atriði hefir áður verið samþykt á þessu þingi, hefi~ manni fyrir nokkrum árum verið falið að undirbúa þetta mál. Þessi maður er dr. Ólafur Daníelsson. Málið þarf mikinn undirbúning, það þarf að gera mikla útreikninga og leita margra upplýsinga frá útlöndum, t. d. um það, hvernig þessar ellitryggingar ha£i gefist þar. Mjer er ennfremur kunnugt um það, að fyrir síðasta þing hafði hann ekki lokið athugunum sínum, en jeg skal ekki segja um það, hvort þeim er lokið nú, en mjer þykir líklegt, að hann sje langt kominn.

Annars hefi jeg engar athugasemdir að gera við ræðu hv. þm. V.-Ísf. (ÁÁ), og jeg lít á þetta, og vona, að allir geri það líka, sem hið mesta nauðsynjamál.