16.04.1928
Neðri deild: 73. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í D-deild Alþingistíðinda. (2218)

158. mál, útvarp

Jóhann Jósefsson*):

Jeg get tekið undir með hæstv. ráðh. (TrÞ), að jeg er ekki sjerlega kunnugur útvarpsmálum. En mjer dettur samt í hug, að aðstaðan hefir breyst síðan nefndin var skipuð. Hún var skipuð með framtíðarfyrirkomulag fyrir augum að mestu leyti. En hjer er farið fram á bráðabirgðalempni, meðan ekki kemst á fullkomið ástand í þessu efni. Þegar hæstv. ráðh. leggur áherslu á bylgjulengdina, þá á það við framtíðarfyrirkomulagið, en hjer er ekki um þá nýju stöð að ræða, heldur þá gömlu, og hennar bylgjulengd hefir ekki, svo jeg viti, rekist á. Að því leyti er ekkert til fyrirstöðu að starfrækja hana áfram.

Nú er aðeins farið fram á, að stjórnin beiti sjer fyrir því, að útvarpið verði ekki látið niður falla meðan ekki kemst á annað og fullkomnara fyrirkomulag. Það er alt og sumt.

(* Óyfirlesið ræðuhndr.)