16.04.1928
Neðri deild: 73. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 171 í D-deild Alþingistíðinda. (2228)

160. mál, gin- og klaufaveiki

Forseti (BSv):

Jeg vil þá fyrst geta þess, að útbýtt er í deildinni till. til þál. um varnir gegn gin- og klaufaveiki. á þskj. 785.

Hv. þm. Borgf. (PO) hefir nú farið þess á leit, að till. þessi verði tekin til meðferðar þegar á þessum fundi. Þá er í fyrsta lagi að geta þess, að til þess, að málið geti komið á dagskrá þessa fundar, þarf afbrigði frá þingsköpum. En til þess þarf vissan atkvæðafjölda, og með því að deildin er ekki ályktunarfær, sje jeg mjer ekki fært að taka till. á dagskrá. En hún skal verða tekin á dagskrá á morgun.