17.04.1928
Neðri deild: 74. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 172 í D-deild Alþingistíðinda. (2232)

160. mál, gin- og klaufaveiki

Flm. (Jörundur Brynjólfsson*):

Menn kannast við efni þessarar till., því að það er þegar brautrætt hjer í deildinni. svo að óþarft er að tala mikið um hana. Tilgangur till. er sá, að atvmrh. beiti eins miklum hömlum og frekast er unt, og láti bannið samkvæmt auglýsingum þeim, sem vitnað er í í till., standa áfram. Jeg tel ekki þörf á að ræða málið nú, og geta menn með atkv. sínu sýnt, hvernig þeir líti á till.

(* Óyfirlesið ræðuhndr.)