17.04.1928
Neðri deild: 74. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 172 í D-deild Alþingistíðinda. (2234)

160. mál, gin- og klaufaveiki

Hjeðinn Valdimarsson:

Mjer finst mjög einkennilegt að koma nú í ein-daga fram með þessa þáltill. Það er búið að samþ. lög um þetta efni, og með þeim er ákveðið, á hvaða vörum megi leyfa innflutning og hverjum ekki. Eins og kunnugt er, hefðu atkv. ef til vill fallið nokkuð öðruvísi, ef frv. hefði ekki komið svo frá hv. Ed. Að vísu hefðu þeir orðið margir, sem greitt hefðu atkv. gegn till. landbn., og sennilega enn fleiri gegn till. fimmmenninganna, en þó er sennilegt, að till. nefndarinnar hefði verið samþ. hjer. Að öllu athuguðu var þó ákveðið að beygja sig fyrir vilja hv. Ed., en með þessari till. er beinlínis farið aftan að hv. Ed., þar sem skorað er á stj. að gera meira en ákveðið er með lögunum. Kemur mjer það mjög undarlega fyrir sjónir, að hv. frsm. landbn. skuli mæla með þessari till., þar sem nefndin hefir áður lagt til að beygja sig fyrir vilja hv. Ed. Leyfi jeg mjer því að leggja til, að málið verði afgr. með rökst. dagskrá, sem jeg hjer með afhendi hæstv. forseta.