08.02.1928
Efri deild: 17. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í D-deild Alþingistíðinda. (2325)

65. mál, embættisfærsla í Barðastrandarsýslu

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Jeg sje að svo stöddu ekki ástæðu til þess að bæta neinu verulegu við það, sem hæstv. fjmrh. (MK) hefir sagt. Jeg gæti að vísu skýrt frá nokkrum fleiri atriðum, sem koma málinu við. En þar sem þegar er stungið upp á að fresta umr. og vísa málinu til nefndar, og það er að mörgu leyti heppilegt, vegna þess að altaf eru að koma nýjar upplýsingar í málinu, get jeg sparað mjer ómakið í þetta sinn. Mun jeg fyrir mitt leyti láta nefndinni í tje öll þau gögn þessu máli viðkomandi, sem nú eru fyrir hendi. Og jeg legg þess vegna til, að umr. sje nú frestað og málinu vísað til allshn. og hún taki við þeim skýrslum, sem um það eru til.