09.02.1928
Efri deild: 18. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 307 í D-deild Alþingistíðinda. (2339)

73. mál, bréfaskifti milli stjórna Spánar og Íslands

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Á þeim stutta tíma, sem liðinn er frá því, að jeg tók við stjórnarforustu, hefi jeg ekki haft tækifæri til að kynna mjer sem skyldi öll þau plögg, sem til eru í stjórnarráðinu snertandi þetta mál, en út af fyrirspurn hv. þm. Seyðf. (JóhJóh) vil jeg taka það fram, að jeg minnist ekki að hafa sjeð þar nein skjöl frá stjórn Spánar til íslensku stjórnarinnar.