09.02.1928
Efri deild: 18. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í D-deild Alþingistíðinda. (2342)

73. mál, bréfaskifti milli stjórna Spánar og Íslands

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg fæ ekki betur sjeð eftir tillögunni en að nefnd þessi eigi að rannsaka brjefaviðskifti, sem farið hafa fram á milli stjórnar Íslands og Spánar. En ef það er meint með henni, sem hæstv. dómsmrh. (JJ) sagði, þá hefði hún átt að vera alt öðruvísi orðuð, því að eins og hún er orðuð á þingskjali 100, verður ekki annað sjeð en verkefni nefndarinnar eigi aðeins að vera það, að rannsaka brjefaskifti milli íslensku og spönsku stjórnanna, en ekki milli fulltrúa þeirra.