17.03.1928
Efri deild: 50. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1061 í B-deild Alþingistíðinda. (238)

1. mál, fjárlög 1929

Jón Baldvinsson:

Jeg skildi svo hæstv. dómsmrh., að byggingu Kleppsspítala yrði lokið í sumar og að hann mundi taka til starfa að hausti. Sætti jeg mig því við þær upplýsingar við þeirri fyrirspurn minni. Og hvað snertir fyrirspurn mína um Kjalarnesveginn, þá get jeg sætt mig við að fá svar við henni síðar undir umræðum fjárlaganna. Og þar sem jeg spurði ekki nema um þetta tvent, hefi jeg ekki þetta mál mitt lengra.