24.02.1928
Neðri deild: 31. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í D-deild Alþingistíðinda. (2389)

80. mál, uppsögn sambandslagasamningsins

Magnús Guðmundsson:

Jeg ætlaði aðeins að segja það við hv. 2. þm. Reykv. (HjV), út af því, sem hann sagði, að jeg skal vera reiðubúinn að taka upp umræður um það atriði, sem hv. þm. nefndi í sambandi við mig, þegar hann er tilbúinn að svara því atriði, sem jeg nefndi í sambandi við hans flokk. En mig uggir, að það dragist, að hann taki upp þær umræður óneyddur.