24.01.1928
Efri deild: 5. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2502 í B-deild Alþingistíðinda. (2395)

17. mál, gin- og klaufaveiki

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Þetta mál var svo rækilega rætt á síðasta þingi og þinginu þar á undan, að óþarft er að vera nú að rifja upp umræður og rök þau, er þá voru færð fyrir málinu. Jeg vil aðeins geta þess, að frv. er samið í samráði við dýralækni og hlutaðeigandi ráðunaut Búnaðarfjelags Íslands og er bygt á sama grundvelli og frv. það um þetta efni, er hjer var til umr. í fyrra. Vil jeg leyfa mjer að leggja til, að því verði vísað til landbn.