20.01.1928
Efri deild: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (24)

Kosning fastanefnda

Halldór Steinsson:

Mjer virðist gæta nokkurs misskilnings á þessu máli hjá hæstv. ráðh. og hv. 5. landsk. (JBald). Mjer kemur ekki til hugar að víta aðferð forsetans í þessu efni, því að það er bókstaflega ómögulegt að halda þetta ákvæði þingskapanna, þegar 1 eða 2 ráðherrar eru úr hópi deildarmanna, og auk þess má forseti ekki eiga sæti í nefndum.