09.03.1928
Neðri deild: 43. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2542 í B-deild Alþingistíðinda. (2432)

17. mál, gin- og klaufaveiki

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg sagði alls ekki það, sem háttv. 1. þm. Reykv. hafði eftir mjer, að menn vissu ekki með neinni vissu, hvernig veiki þessi bærist, heldur sagði jeg, að menn vissu það ekki með fullri vissu. Þá kom þessi hv. þm. með það, að það væri sannað, að sýklar veiki þessarar gætu ekki lifað í smjöri lengur en 2–3 daga. Þetta hefir áreiðanlega ekki heyrst áður. Menn þekkja nefnilega alls ekki þessa sýkla. Hann er því óefað mesti vísindamaður heimsins á þessum sviðum, úr því að hann einn þekkir sýkla þessa (!). Jeg leyfi mjer því að skora á hann að semja doktorsritgerð um þetta efni, því að það veit áreiðanlega enginn eins mikið og hann um þessa hluti (!).