22.03.1928
Neðri deild: 54. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2557 í B-deild Alþingistíðinda. (2441)

17. mál, gin- og klaufaveiki

Pjetur Ottesen:

Áður en jeg vík að efni því, sem hjer liggur fyrir, vil jeg spyrjast fyrir um það, hvort ráðherra sá, sem mál þetta heyrir undir, muni vera staddur í þinginu. Jeg hefi ekki sjeð hann bera fyrir. (Forseti ÞorlJ: Hlutaðeigandi ráðherra er ekki staddur í þinginu nú sem stendur). Úr því að ráðh. er ekki viðstaddur, þá vil jeg leyfa mjer að fara fram á það við hæstv. forseta, að hann fresti umr. um þetta mál, þangað til viðkomandi ráðh. hefir tækifæri til þess að vera viðstaddur, því að jeg tel nauðsynlegt, að hann heyri mál manna hjer og sömuleiðis að menn eigi kost á að heyra álit hans.