16.04.1928
Efri deild: 72. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2810 í B-deild Alþingistíðinda. (2584)

32. mál, ungmennafræðsla í Reykjavík

Jón Baldvinsson:

Jeg játa, að jeg hefi tilhneigingu til að samþ. brtt. á þskj. 782. Þótt máske skifti ekki miklu máli um heiti frv., þá tel jeg þó betra og rjettara að hafa það eins og brtt. ákveður. En þó er sú bót í máli, að heiti það, sem Nd. hefir valið skólanum, er svo afkáralegt, að það er alveg víst, að almenningur notar það aldrei, heldur býr til betra heiti á skólanum. Í trausti þess mun jeg greiða atkv. móti brtt.Nd. þykist nú svo beygð af Ed., að jeg er hræddur um, að ef það kæmi til hv. Nd. aftur, þá mundi hún ekki beygja sig fyrir breytingunni, en láta málið verða óútrætt á þessu þingi.