31.03.1928
Efri deild: 62. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1150 í B-deild Alþingistíðinda. (259)

1. mál, fjárlög 1929

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Jeg gleymdi í dag að minnast á eina brtt., sem nefndin hefir borið fram í samráði við mig. Hún er um það, að fella niður styrkinn til Guðmundar Bárðarsonar. Þessi brtt. er ekki borin fram vegna þess, að gagnvart þessum manni eigi að hverfa frá þeirri aðferð, sem höfð hefir verið við þá Þorvald Thoroddsen, Bjarna Sæmundsson og dr. Helga Pjeturss, að styrkja þá til náttúrufræðirannsókna, heldur vegna þess, að nú er útlit fyrir, að sjóður verði myndaður til þess meðal annars að styðja náttúruvísindi í landinu. Þótt jeg telji víst, að þessi maður muni fá sæti í stjórn sjóðsins, þá hlýtur hann engu að síður að fá styrk úr honum en aðrir okkar bestu náttúrufræðingar, og er því þarflaust að láta þessa upphæð standa í fjárlögunum. Jeg geri þess vegna ráð fyrir, að Guðmundur Bárðarson fái að minsta kosti jafnháa upphæð úr menningarsjóði eins og hann nú hefir í fjárlögunum.