30.03.1928
Neðri deild: 61. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2860 í B-deild Alþingistíðinda. (2622)

33. mál, vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Þetta er svo einfalt mál, að óþarfi er að vísa því til nefndar. Það er aðeins um það að ræða, hvort þingið vill fallast á, að samvinnufjelög njóti sama rjettar í landi voru sem einstaklingar. Jeg vil því fastlega mælast til, að frv. verði leyft að ganga áfram tafarlaust.