30.03.1928
Neðri deild: 61. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2861 í B-deild Alþingistíðinda. (2625)

33. mál, vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum

Jóhann Jósefsson:

Það er algild regla á þingi að vísa málum til nefnda, þegar þau ekki koma frá nefnd, og sú regla hlýtur að eiga eins við um þetta mál sem önnur, þótt hæstv. forsrh. sýnist annað.

Allir eru sammála um það, að samvinnufjelög eigi að njóta sömu rjettarverndar sem önnur fjelög og einstaklingar í landinu. Um hitt er deilt, hvort þau njóti hennar ekki nú þegar. Að andanum er þetta frv. rjett, að forminu skakt. Það er undarlegt, að nokkuð skuli vera haft á móti því, að bað sje athugað í nefnd. Jeg á ekki hægt með að skilja, hvers vegna hæstv. forsrh. er að hafa á móti því, vegna þess að það er hættulaust, þótt þingið hafi setið lengi á rökstólum, að það nái fram að ganga. Ef það verður knúð fram, að frv. gangi nefndarlaust gegnum deildina, þótt það væri sett í nefnd í hv. Ed. — en þar átti jeg ekki kost á að hlusta á umr. —, þá neita jeg algerlega að greiða atkv. um það. Jeg vil, að það sje athugað vandlega frá báðum hliðum, hvort hjer er um nauðsynjamál að ræða ellegar ekki.