04.04.1928
Efri deild: 65. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1191 í B-deild Alþingistíðinda. (267)

1. mál, fjárlög 1929

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Samkv. ósk fræðslumálastjóra hefi jeg flutt eina brtt. á þskj. 695,XXI, um að veita háöldruðum barnakennara 150 kr. eftirlaun í 18. gr. fjárlaganna. Þessi maður hefir stundað barnakenslu í 35–40 ár, en var ekki formlega ráðinn sem barnakennari og gat því ekki komist undir ákvæðið um laun úr eftirlaunasjóði. Hann er nú mjög kominn á efri ár og er sárfátækur, og álítur fræðslumálastjóri fyllilega rjettmætt, að hann fái þessa viðurkenningu þau fáu ár, sem hann á eftir ólifað.

Jeg get bætt því við af persónulegum kunnugleika, að maður þessi er prýðilega vel látinn af öllu því fólki, er hann hefir kent hjá.