17.02.1928
Neðri deild: 25. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2934 í B-deild Alþingistíðinda. (2707)

51. mál, landhelgisgæsla

Pjetur Ottesen:

Það mun vera óþarfi að tala langt mál í sambandi við þetta frv. En jeg get ekki annað en látið í ljós gleði mína yfir því, hve góðar undirtektir og greiða afgreiðslu þetta mál hefir hlotið í háttv. Ed. Vona jeg, að háttv. Nd. láti ekki sitt eftir liggja til þess að greiða götu þessa bráðnauðsynlega máls. Það er sem sagt óþarfi að fara nú að fjölyrða um nauðsyn aukinnar landhelgigæslu. Hún er viðurkend af öllum skynbærum mönnum. En þetta frv., ef að lögum verður, ræður mikla bót á þeirri nauðsyn, þótt með því sje engan veginn takmarkinu náð, því að betur má, ef duga skal.

Jeg býst við, að þetta mál hafi verið til meðferðar í sjútvn. í háttv. Ed. og legg til, að því verði einnig vísað þangað í þessari háttv. deild.