24.02.1928
Neðri deild: 31. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2935 í B-deild Alþingistíðinda. (2709)

51. mál, landhelgisgæsla

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Jeg get sparað mjer langa framsögu. Jeg býst við, að allir hv. deildarmenn sjeu sammála um, að málið eigi fram að ganga. Þó skal jeg geta þess til viðbótar nál., að skoðun nefndarinnar er sú, að þetta skip eigi að gera úr garði svo vel sem unt er að öllu leyti, og að hún telur nauðsynlegt, að skipið hafi góð björgunartæki. Ennfremur vill nefndin leggja áherslu á, að í skipinu verði sjúkraklefi, þar sem hægt sje að veita 1–2 mönnum hjúkrun uns næst til lands. Getur oft staðið svo á, að slíkur klefi komi að miklu gagni. Annars álít jeg ekki þörf á að fjölyrða um málið og vænti þess, að hv. deild taki því hið besta.