16.02.1928
Efri deild: 24. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3137 í B-deild Alþingistíðinda. (2815)

91. mál, sala Garða á Akranesi

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frumvarp þetta er komið fram eftir tilmælum fjölmenns fundar á Akranesi, þar sem samþykt var að leita til ríkisstjórnar um, að mestur hluti prestssetursjarðarinnar Garða yrði seldur Ytri-Akraneshreppi. Málaleitun þessa sendi stj. svo til allshn., og þess vegna ber nefndin frv. þetta fram. Að því er mjer skilst, er frv. þetta samskonar og frv. það, sem borið er fram í neðri deild um heimild til að selja Hafnarfjarðarkaupstað landspildur, er Garðakirkja á Álftanesi á þar í kaupstaðnum.

Þar sem mál þetta kemur frá nefnd, þá vænti jeg, að það fái að ganga áfram nefndarlaust, því að það virðist ofur einfalt og öll sanngirni mæla með því, að hreppurinn fái land þetta keypt, en á því mun hann hafa fyllstu þörf.