04.04.1928
Efri deild: 65. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1237 í B-deild Alþingistíðinda. (287)

1. mál, fjárlög 1929

Jón Baldvinsson:

Ástæðan fyrir því, að jeg hefi flutt þessa till. svona seint, er sú, að þess var svo seint farið á leit við mig, að jeg gerðist meðflutningsmaður hennar. Hinsvegar hafði jeg ákveðna skoðun á þessu máli og gat því undir eins tekið afstöðu til þess. Hitt virði jeg mönnum til vorkunnar, þó þeim þyki jafnstórt mál koma nokkuð seint fram, en þó tel jeg sjálfsagt, að afbrigði verði leyfð.