29.02.1928
Neðri deild: 35. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3168 í B-deild Alþingistíðinda. (2875)

57. mál, þingsköp Alþingis

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vil fyrst og fremst láta í ljós ánægju mína yfir því, að það virðist svo, sem allir sjeu sammála um aðalatriði þessa máls, sem er það að skipa nefnd, er sjerstaklega taki utanríkismál til meðferðar, og starfi á milli þinga í samvinnu við landsstjórnina um þessi mál. Þetta er aðalatriðið, en um hitt, með hverjum hætti þetta eigi að verða, vil jeg segja það, að það er algert aukaatriði.

En jeg býst nú samt við, að aðallega verði þetta starf nefndarinnar ekki á þingi, heldur á milli þinga. En þegar slík mál hafa komið fyrir á þingum, þá hafa þau löngum verið rædd á fundum í Sþ. Mjer er það ekkert kappsmál, hvor leiðin verður farin, en þó er eitt atriði, sem stendur sjerstaklega á um, og það er, að sá maður úr mínum flokki, sem jeg vildi helst kjósa í slíka nefnd, en það er forseti þessarar háttv. deildar, er útilokaður, ef till. hv. minni hl. verða samþ. sama er að segja um brtt. hv. þm. Dal., ef hún verður samþ., að þá er forseti okkar sömuleiðis útilokaður frá að sitja í þessari nefnd eftir þingvenju. Mjer skilst, að framhjá þessu verði komist með því að samþ. breytingar hv. meiri hl. allshn., og finst mjer það í rauninni samræmanlegra við það, sem hingað til hefir komið fram.