29.02.1928
Neðri deild: 35. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3178 í B-deild Alþingistíðinda. (2881)

57. mál, þingsköp Alþingis

Halldór Stefánsson:

Háttv. frsm. meiri hl. skaut því til mín að taka aftur till. mína til 3. umr., og get jeg fallist á að gera það, því frekar sem hún hefir fengið vinsamlegar undirtektir, og ennfremur með tilliti til ummæla hv. 2. þm. Eyf., ef það gæti orðið til þess, að fram kæmu fleiri brtt. og málið yrði betur athugað. Ástæðan til þess að láta sjerstaka nefnd hafa sveitamál með höndum, er sú, að þau eru langsamfeldasti og stærsti málaflokkurinn, sem allshn. fjallar um. Allshn. hefir löngum verið kölluð ruslakista þingsins, og til hennar koma jafnan hin sundurleitustu mál, en hjer er um samfeldan málaflokk að ræða, sem getur verið töluvert verkefni fyrir sjerstaka nefnd. Jeg get ekki sjeð ástæðu til þess hjer, að sjerstök nefnd hafi hin svo kölluðu „fjelagsmál“ með höndum, enda þótt mjer sje kunnugt um, að í Noregi er kosin „fjelagsmálanefnd“. Má að vísu vera, að sú flokkun sje hugsanleg, en hún yrði óljós, enda munu þau mál ekki með öllu óskyld sveitamálefnum.