04.04.1928
Efri deild: 65. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1238 í B-deild Alþingistíðinda. (291)

1. mál, fjárlög 1929

Forseti (GÓ):

Jeg verð að hallast að því, sem hæstv. dómsmrh. sagði, að það er alveg ótækt að koma svona seint með slík mál og þetta. Það var líka búið að tilkynna hv. þdm., hvenær þeir mættu síðast koma með brtt., og hefði þeim átt að vera auðvelt að haga sjer eftir því. Enda eru sumir hv. þm. ekki svo óvanir að koma með brtt., að manni dettur í hug, að það hafi verið gert með ásettu ráði að láta þessa brtt. koma svona seint fram. Atkvgr. verður því ekki frestað.