25.01.1928
Neðri deild: 6. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3223 í B-deild Alþingistíðinda. (2966)

39. mál, lögtak

Flm. (Magnús Torfason):

Þetta frv. er fram borið vegna hins mikla kostnaðar og hinnar miklu rekistefnu, sem því fylgir að láta framkvæma lögtak. Hvað fjárnámið snertir, þá er það svo, að það er framkvæmd dómsúrskurða, t. d. hæstarjettar, og veit jeg því ekki hvort öllum þætti viðeigandi að láta hreppstjóra framkvæma þau, sem ekki er að undra, því að skriffinskan hefir hjer alt ætlað að kæfa, sem von er, þar sem ekki eru nema rúm 20 ár síðan við komumst undan einveldinu danska.

Sjálfur hefi jeg ekkert á móti því, að hreppstjórar megi framkvæma fjárnám, ef þeir aðrir, er þetta mál snertir, til dæmis hæstarjettardómararnir, líta svo á, að það megi verða.