16.02.1928
Neðri deild: 24. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3224 í B-deild Alþingistíðinda. (2968)

39. mál, lögtak

Magnús Guðmundsson:

Með því að hv. frsm. allshn. (HK) er ekki viðstaddur, skal jeg leyfa mjer að gera grein fyrir afstöðu nefndarinnar.

Nefndin hefir athugað þetta litla frv. og leggur til, að það sje samþ. með einni smábreytingu, þeirri, að hreppstjóri megi einnig gera fjárnám með sömu takmörkunum og segir um lögtak, þ. e., að upphæðin nemi ekki meiru en 1000 kr., enda fjárnámið ekki gert í fasteign.

Það var tekið fram hjer við 1. umr. að æskilegt væri, að nefndin athugaði hvort þetta væri ekki hægt. — Nefndin varð ásátt um, að það væri vel hægt, vegna þess að til grundvallar fjárnámi liggja skýrari ákvæði er fyrir lögtaki. Liggur og hvorttveggja undir úrskurð sýslumanns eftir á. Er því ekkert við það að athuga að þetta sje heimilt. Nefndin vonar að háttv. deild fallist á þessa viðaukatill.