13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1247 í B-deild Alþingistíðinda. (298)

1. mál, fjárlög 1929

Sigurður Eggerz:

Jeg hefi ekki ætlað mjer að fara neitt alment inn á fjárlagafrv., er það liggur nú fyrir til endanlegrar afgreiðslu hjer í háttv. deild.

Það er aðeins örlítil fyrirspurn til hæstv. stjórnar, sem jeg vildi bera fram, og þar sem jeg sje, að hæstv. forsrh. er í sæti sínu, vona jeg, að hann svari henni. Hjer í þessari háttv. deild var samþ. till. um að verja 10 þús. kr. í veginn frá Dalsmynni að Fellsenda, og stóð þessi liður í frv., er það fór hjeðan til hv. Ed. Nú hefir Ed. felt í burtu orðin „frá Dalsmynni til Fellsenda“, svo að í frv. stendur 10 þús. kr. til Vesturlandsvegar. Ef nú sú rannsókn, sem verið er að framkvæma, leiðir í ljós, að hægt sje að leggja vegirin sunnanverðu frá, leyfi jeg mjer að spyrja, hvort hæstv. stj. muni þá ekki fara þá leið.