13.02.1928
Efri deild: 21. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3237 í B-deild Alþingistíðinda. (2998)

59. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Frumvarp þetta er komið frá Nd., en síðan hafa allshn. borist tilmæli frá ráðuneytinu um að flytja frv. sama efnis fyrir 2 norska menn, og áleit nefndin rjett að bæta þeim við. Með tilmælum þessum fylgdu vanaleg plögg, og virðist ekkert vera við þau að athuga. Annar þessara manna hefir dvalið hjer á landi frá árinu 1919, en hinn frá árinu 1917. Báðir eru menn þessir kvæntir íslenskum konum, og virðist ekki vera ástæða til að synja þeim um ríkisborgararjett. Þess vegna leggur nefndin til, að þessum tveim mönnum verði bætt við í frvgr., svo sem sjeð verður af þskj. 137.