19.01.1928
Sameinað þing: 1. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Rannsókn kjörbréfa

1. kjördeild:

EF, HJ, HG, IHB, JJós, JóhJóh, JAJ, JJ, JKr, JörB, MG, MK, PH, SÁÓ.

2. kjördeild:

ÁÁ, BSv, BSt, BÁ, GÓ, HSteins, IngB, JÞ, LH, MT, ÓTh, SE, TrÞ, ÞorlJ.

3. kjördeild:

BK, EÁ, EJ, GunnS, HStef, HK, HjV, IP, JBald, JÓl, JS, MJ, PO, SvÓ.

Rannsaka skyldi kjörbrjef allra kjördæmakosinna þingmanna, og skiftu kjördeildir með sjer kjörbrjefum svo sem lög mæla fyrir. Hlaut 1. kjördeild því til rannsóknar kjörbrjef þeirra þingmanna, sem í 3. deild voru. 2. deild kjörbrjef þingmanna í 1. deild, og 3. deild kjörbrjef þingmanna í 2. deild.

Aldursforseti ákvað fundarhlje í hálfa klukkustund, meðan kjördeildir

lykju störfum sínum. Að lokinni rannsókn var fundinum fram haldið.