20.01.1928
Neðri deild: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (30)

Kosning fastanefnda

Ólafur Thors:

Jeg vil leyfa mjer að bera fram þá ósk til hæstv. forseta, að hann fresti kosningu í fjvn. þar til tekin hefir verið ákvörðun um, hvort kosning Jóns Auðuns Jónssonar verður tekin gild eða ekki.

Jeg ber fram þessa ósk vegna þess, að það munar Íhaldsflokkinn einu sæti í fjvn., hvort Jón Auðunn getur tekið þátt í kosningu nefndarinnar eða ekki. Mjer finst öll sanngirni mæla með því, að þessi frestur verði veittur. Og það er víst óhætt að ganga út frá, að nefndin, sem um málið fjallar, muni ljúka störfum sínum það fljótt, að ekki þurfi að hljótast af þessu nein töf í störfum þingsins.