06.03.1928
Neðri deild: 40. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3267 í B-deild Alþingistíðinda. (3056)

56. mál, bæjarstjórn Ísafjarðar

Jón Auðunn Jónsson:

Háttv. frsm. meiri hl. sagði, að upphæð sú, er hreppurinn vildi fá, 1000 kr. á ári, væri of há. Jeg skal ekkert dæma um það, en hitt var líka ósanngjarnt, sem Ísafjörður bauð, sem sje að taka að sjer þann hluta fátækraframfærisins, sem álíta mætti, að hvíldi á Tungu í hlutfalli við hinn hluta hreppsins. En það er fleira en ómagaframfæri, sem hvílir á hreppnum. Jeg er sannfærður um, að þessu máli er bestur greiði gerður með því að fella það nú og láta fyrst hreppsnefnd og bæjarstjórn reyna samninga sín á milli.