16.03.1928
Neðri deild: 49. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3298 í B-deild Alþingistíðinda. (3117)

124. mál, laxveiði í Nikulásarkeri í Norðurá

Magnús Guðmundsson:

Jeg bygði á því, sem hv. flm. (BÁ) sagði um laxveiðafjelagið í Mýrasýslu, og bjóst við, að það væri stofnað og tekið til starfa, og komu mjer því upplýsingar hans undarlega fyrir sjónir.

Jeg vildi einnig benda hæstv. forsrh. á það, að ekki er nóg að fella niður seinni málslið 2. brtt. á þskj. 377, heldur verður einnig að fella niður orðið „núverandi“ í fyrri málslið, og verður að koma með nýja brtt. um það.