26.03.1928
Efri deild: 57. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3309 í B-deild Alþingistíðinda. (3143)

66. mál, slysatryggingar

Frsm. (Jón Þorláksson):

Allshn. hefir orðið ásátt um að mæla með þeim breytingum á núgildandi löggjöf, sem í frv. þessu felast, sem eru einkum þær, að hækka örorku- og dánarbætur um 50%. Hinar breytingarnar eru mjög smávægilegar. Nefndin taldi þessari hækkun á slysabótum vera mjög í hóf stilt, en gerir þó ráð fyrir, að þessi hækkun þeirra leiði af sjer einhverja hækkun útgjalda, en til breytinga á þeim þarf ekki lagabreytingu, því að landsstjórnin og sjóðssstjórn geta ávalt ákveðið þau fyrir hvern áhættuflokk. Nefndin taldi, að bætur þær, er nú eru greiddar, væru óviðunanlega lágar, og fanst því ekki í það horfandi, þótt af hækkun þeirra leiddi nokkra íþyngingu fyrir þá atvinnurekendur, er áhættusama atvinnu reka, eins og sjávarútvegsmenn, og ríkissjóð, sem greiðir iðgjöld að nokkrum hluta fyrir smábáta.