09.03.1928
Efri deild: 43. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3479 í B-deild Alþingistíðinda. (3224)

112. mál, vörutollur

Páll Hermannsson:

Þetta er nú víst í þriðja skifti, sem hv. 3. landsk. gefur Framsóknarflokknum bendingu viðvíkjandi hæstv. dómsmrh. Hafði jeg ætlað að taka þessu með þögninni, enda hefði það ef til vill verið rjettast.

Jeg get fullvissað hv. 3. landsk. um það, að þegar hann gefur bendingar, sem bornar eru fram af velvild til lands og þjóðar og með hag almennings fyrir augum, þá skal jeg vera fús til að taka þær bendingar til greina, og sama veit jeg, að er um flokksmenn mína.

En þegar hann gefur Framsóknarflokknum slíkar bendingar um hæstv. dómsmrh. og hann hefir gert undanfarið, getur hann verið viss um, að þær verða ekki teknar til greina, eða a. m. k. ekki á þann hátt, sem hann mun hafa ætlast til.