02.04.1928
Efri deild: 63. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3517 í B-deild Alþingistíðinda. (3247)

112. mál, vörutollur

Frsm. 2. minni hl. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er komið hjer aftur frá hv. Nd. Þar hefir það tekið nokkrum breytingum, sem hafa þær afleiðingar, að tekjur af frv. rýrna til muna. Nú er það svo um meiri hluta fjhn. að hann hyggur, að erfitt muni reynast hjeðan af að afgreiða fjárlögin tekjuhallalaus. Þó vill hann engan fullnaðardóm á það leggja, með því að fjárlögin heyra undir aðra þingnefnd, en það er vafalaust, að þessu er stefnt mjög í tvísýnu. Nefndin hefir þó ekki viljað leggja út í baráttu við hv. Nd. um þetta og mun sætta sig við, að frv. gangi fram óbreytt.